Engjadalur 4, 260 Njarðvík
45.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
2 herb.
62 m2
45.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
22.650.000
Fasteignamat
22.850.000


Fasteignasalan BÆR og Páll Guðjónsson lögg. fasteignasali kynna: Falleg og vel skipulögð tveggja herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi. Þvottahús / geymsla er innan eignar. Rúmgóð hellulögð verönd með skjólgirðingu. Tvö sér merkt bílastæði, gott aðgengi fyrir hjólastóla frá bílastæði.

Skipulag: Forstofa, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa, þvottahús / geymsla.
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með fataskáp og hillum. Inn af forstofu er rúmgott þvottahús með hvítri innréttingu og geymsluhillum.  Baðherbergi með hvítri innréttingu, baðkar með sturtu, upphengt WC og handklæðaofn.
Björt stofa með innfelldri hallogenlýsingu, útgengi út á rúmgóða hellulagða verönd með skjólveggjum. Eldhúsið sem er með hvítri innréttingu er opið inn í stofu, flísar á milli skápa, helluborð, ofn og vifta, tengt fyrir uppþvottavél. Svefnherbergi með góðum fataskáp, innfelld hallogenlýsing. Á öllum gólfum íbúðar er harðparket, nema þvottahúsi og baðherbergi, þar eru flísar. Gólfhiti er í allri íbúðinni.
Í sameign er hjóla- og vagnageymsla. Um er að ræða fallega og bjarta eign með sér inngangi. Tvö sér merkt bílastæði.
Sameiginlegur rúmgóður garður með leiktækjum. Stutt í leik- og grunnskóla.

Nánari upplýsingar gefur Páll Guðjónsson í síma 699 4994 eða á netfangið [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt (en þó breytilegt) 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.