*** Laus til afhendingar við kaupsamning ***
Fasteignasalan Bær og Páll Guðjónsson lögg. fasteignasali kynna: Falleg og mikið endurnýjuð studio/2 herb. rúmlega 42 fm. íbúð á 3. hæð í góðu lyftuhúsi við Vallarás 5, 110 Reykjavík. Húseignin er klædd með viðhaldslítilli klæðningu. Um er að ræða fallega íbúð í jarðri byggðar með ósnerta náttúru í göngufæri. Góð fyrstu kaup. Sér merkt bílastæði.Komið er inn fá sameign inn í rúmgott alrými með góðu skápaplássi. Nýleg dökk eldhúsinnrétting með nýlegu helluborði og ofni. Ísskápur fylgir. Rúmgóð og björt stofa með útgengi út á svalir, svalagólf er flísalagt. Baðherbergið sem er nýlega endurnýjað, er með lítilli innréttingu, sturtukefa, tengt fyrir þvottavél, flísalagt í hólf og gólf. Svefnkrókur með fataskáp er inn af stofu með góðum opnalegum glugga, auðvelt er að stúka þetta rými af frá stofu. Nýlegt harðparket er á gólfi íbúðar nema á baðherbergi, þar eru flísar. Vönduð sólargluggatjöld fylgja. Í sameign er rúmgóð sér geymsla íbúðar, sameiginlegt þvottahús með nýlegum tækjum ásamt hjóla- og vagnageymslu. Um er að ræða fallega og mikið endurnýjaða íbúð.
Nánari upplýsingar gefur Páll Guðjónsson lögg. fasteignasali síma 699 4994 ða á netfangið [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt (en þó breytilegt) 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.