Ásakór 6, 203 Kópavogur
59.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
63 m2
59.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2007
Brunabótamat
36.150.000
Fasteignamat
50.600.000

Fasteignasalan Bær og Páll Guðjónsson kynna: Falleg og björt tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð (efstu hæð) í góðu lyftuhúsi við Ásakór 6, 203 Kópavogur. Sér þvottahús/geymsla er innan íbúðar ásamt sér geymslu íbúðar í sameign. Húsið er klætt með viðhaldslítilli klæðningu. Eignin er skráð skv. fasteignaskrá 63,1 fm.

Nánari lýsing:
Komið er inn frá sameign inn í forstofu með flísum á gólfi og skáp. Frá forstofu er innangengt í þvottahús með ljósri innréttingu, skolvaski og hillum, flísar á gólfi. Baðherbergi með hvítri snyrtilegri innnréttingu og speglaskáp, baðkar, flísalagt í hólf og gólf. Eldhús, sem opið er inn í stofu, er með rúmgóðri hvítri innréttingu. Björt stofa með útgengi út á vestur svalir með fallegu útsýni. Gott svefnherbergi með klæðaskáp. Á gólfum íbúðar er ljóst harðparket en á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi eru flísar. Í sameign er sér geymsla íbúðar ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Um er að ræða snyrtilega eign á vinsælum fjölskylduvænum stað í 203 Kópavogi. Stutt er í leik- og grunnskóla og helstu þjónustu ásamt útivist í ósnortinni náttúru.

Nánari upplýsingar gefur Páll Guðjónsson í síma 699 4994 eða á netfangið [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.