Fasteignasalan Bær og Guðlaug kynna í einkasölu: 96,5 fm, 3ja herb. fallega íbúð með mikilli lofthæð og sér stæði í bílageymslu við Kuggavog.
Glæsileg 3ja herbergja 96,5 fm íbúð á 1.hæð með einstakri lofthæð. Sér bílastæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin er 86,7 fm og geymsla 9,8 fm samtals 96,5 fm.
Björt og rúmgóð
stofa, með útgengi út á svalir.
Eldhús er í opnu rými sem tengist stofu og
borðstofu. Hvít eldhúsinnrétting með lýsingu undir efri skápum, frá HTH eldunareyja með skúffum og þar fyrir ofan háfur með lýsingu. Bakarofn, span helluborð, innbyggð uppþvottavél, öll tækin frá AEG. Innbyggður ísskápur. Komið er inn í rúmgóða
forstofu með rúmgóðum fataskápum sem ná upp í loft.
Parket á forstofu, stofu, eldhúsi og svefnherbergjum.
Baðherbergi er fallegt og rúmgott, flísalagt á gólfi og tveimur veggjum upp í loft. Innrétting með vask og góðum skúffum. "Walk in" sturta. Handklæðaofn. Upphengt salerni. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Efri skápar. Gluggi með opnanlegu fagi.
Hjónaherbergi með stórum glugga, útgengi út á svalir og með rúmgóðum fataskápum.
Svefnherbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Sér
geymsla 9,8 fm á jarðhæð mjög rúmgóð með mikilli lofthæð.
Sameiginleg
vagna og hjólageymsla. Sér bílastæði í lokaðri bílageymslu, búið að leggja fyrir hleðslustöð.
Íbúðin er í útleigu. Leigutekjur 355.000.- á mánuði fyrir íbúð og bílastæði. Möguleiki á að yfirtaka leigusamninga.
Íbúð á skjólsælum stað í nýju og spennandi íbúðahverfi við Elliðaárvoginn í næsta nágrenni við náttúruna og hafið. Leikskólinn Ævintýraborg í hverfinu. Stutt út á stofnbrautirnar Sæbraut og Miklubraut.
Nánari upplýsingar hjá Guðlaugu löggiltum fasteigna- og skipasala í síma 8486680 eða [email protected]Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasla í samræmi við ákvæði laga nr 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitirir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskildu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma
8486680 eða sendið tölvupóst á
[email protected] og ég verðmet eignina þína þér að kostnaðrlausu.