Fasteignasalan Bær og Páll Guðjónsson lögg. fasteignasali kynna: Falleg og björt stúdíóíbúð á 6. hæð í góðu lyftuhúsi fyir 60 ára og eldri við Gullsmára 11 Kópavogi. Eignin er í göngufæri við eina helstu verslunarmiðstöð á höfuðborgsvæðinu. Fallegt úsýni. Innangengt er úr sameign í sameiginlega þjónustu og félagsmiðstöð heldri borgara í Gullsmára 13.Eignin skiptist í forstofugang, stofu / svefnrými, eldhús, baðherbergi og geymslu innan eignar. Sérgeymsla íbúðar á jarðhæð.
Nánari lýsing:Forstofa með góðum fataskáp. Eldhús með nýlegri hvítri innréttingu frá IKEA, flísar á milli skápa. Stórir gluggar með miklu útsýni.
Stofa / svefnrými er bjart og með útsýni. Útgengt á svalir er snúa í suðaustur. Baðherbergið er rúmgott með innréttingu, sturtu og tengi fyrir þvottavél. Flísar á blautsvæðum og dúkur á gólfi. Lítil geymsla er innan íbúðarinnar. Á gólfum íbúðar er nýlegt eikarparket í stofu / svefnrými og eldhúsi, en dúkur á baði. Frábær staðsetning og fallegt útsýni úr íbúðinni.
Í sameign er sér geymsla íbúðar ásamt hjólageymslu. Á efstu hæð er glæsilegur salur í sameign allra í Gullsmára 11. Þar er hægt að halda veislur fyrir vini og ættingja fyrir sanngjarnt verð.
Stutt í alla helstu þjónustu í verslunarmiðstöðinni Smáralind, s.s. verslanir, heilsugæslu, banka o.fl.
Nánari upplýsingar gefur Páll Guðjónsson lögg. fasteignasali í síma 699 4994 eða á [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð