Jónas H. Jónasson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Bær kynna í einkasölu: Sjarmerandi 2ja herbergja íbúð í rólegu hverfi á 2. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er 52.8m2 með sér geymslu í kjallara ásamt sameiginlegu þvottahúsi. Stutt í skóla, leikskóla, verslanir og aðra þjónustu. Það er nýlega búið að skipta um bárujárn og þakrennur.Nánari lýsing:Teppalögð sameign með stórum glugga.
Forstofa með fatahengi og parket á gólfi.
Lítið Hol með parket á gólfi.
Eldhús með neðri innréttingu og hillum ofan til ásamt borðkrók.
Baðherbergi með sturtu og flísum á gólfi og veggjum, lítil innrétting með vaski og speglaskáp.
Rúmgott svefnherbergi með parket á gólfi og oppnum fataskápum.
Björt stofa/borðstofa með parket á gólfi.
Sér geymsla í kjallara ásamt sameiginlegu
þvottahúsi og hjólageymslu.
Bak við hús er lítil
sameiginlegur garður með leikaðstöðu fyrir börn.
Allar nánari upplýsingar veitir:Jónas H. Jónasson lögglitur fasteignasali í síma 842-1520 eða á
[email protected]Ertu að fara selja, hafðu samband og ég mun vinna með þér í gegn um allt söluferlið.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.