Fasteignasalan
BÆR,
Ólafur & Auður kynna:
sumarhús með
gestahúsi og bátaskýli við Meðalfellsvatn á eignarlóð.
Nánari lýsing:
Eldhús/borðstofa/stofa: í alrými með útsýni yfir vatnið.
Baðherbergi: klósett & innrétting.
Hjónaherbergi: er rúmgott.
Inntök hússins eru í sér rými. Þar er sturtuklefi.
Gestahús: er rúmgott með nægu plássi fyrir gesti.
Bátaskýli: liggur að vatninu. Það er áfast við gestahúsið og væri því líka hægt að nýta í samhengi við það.
Lóðin er eignarlóð.Eignin er skráð þannig hjá HMS: sumarhús 55,2 fm, gestahús 19 fm & bátaskýli 12 fm. Byggingarár hússins er 1978, gestahús 1979 & bátaskýlis er 1980.
Að sögn eiganda eru stærðir eignar þannig:
Aðalhúsið 64,5 fm, gestahús 19 fm & bátaskýli 22,5 fm. Samtals 106 fm.
Innan við klukkutíma akstur frá höfuðborgarsvæðinu. Sumarbústaðurinn er við Meðalfellsvatn á eignarlóð. Gestahús og bátaskýli setur punktinn yfir i-ið. Eign sem vert er að skoða!Allar nánari upplýsingar veita:
Ólafur Tr Thors s 666-8-777 & tölvupóstur
[email protected]Auður Sigr Kristinsdóttir s 824-7772 & tölvupóstur
[email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og til húsfélags, þegar um það er að ræða. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.