Hléskógar - aukaíbúð 10, 109 Reykjavík
168.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
366 m2
168.500.000
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1975
Brunabótamat
149.050.000
Fasteignamat
142.350.000

Fasteignasalan BÆR, Auður & Ólafur kynna: 8 herbergja vel skipulagt fjölskylduhús við Hléskóga 10 með aukaíbúð á neðri hæð.
 
§  Hús í góðu ástandi.
§  Neðri hæð með sérinngangi og auka íbúð
§  Tvö og hálft baðherbergi.
§  Heitur pottur.
§  Skemmtilegt útsýni.
§  Fallegur, vel hirtur garður.


Nánari lýsing:
Efri hæð:
Anddyri: flísalagt með fataskáp. Í anddyri er gestasnyrting og stigi að neðri hæð.
Hol: inn af anddyri sem tengir saman svefnherbergisálmu, sólskála, eldhús og stofur.
Eldhús: er með fallegri eldhúsinnréttingu með góðu plássi í mjúklokandi skúffum, búrskáp, og góðu vinnuplássi á borðplötum. Pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Vönduð tæki; helluborð, ofn, ásamt vaski og tengt fyrir uppþvottavél. Búr inn af eldhúsi.
Stofur og borðstofa: í stóru rými með útgengi á svalir. Fallegur arinn. Aðliggjandi stofum og holi er sólskáli með heitum potti. Innangengt út á suðursvalir
Í svefnherbergisálmu eru barnaherbergi, baðherbergi, hjónaherbergi og sjónvarpsherbergi.
Svalir: meðfram húsi á norðvestur og suðvestur hlið.
Baðherbergi: með flísum á gólfi og veggjum. Klósett, innrétting, baðkar og sturta.
Svefnherbergi: með harðparketi og 
Hjónaherbergi: rúmgott með fataherbergi.
Sjónvarpsherbergi: Var áður 2 svefnherbergi sem búið er að sameina í eitt gott rými. Auðvelt að breyta til baka.
Bílskúr: 25,2 fm
Geymslur: á neðri hæð ásamt rúmgóðu sameiginlegu þvottahúsi.

Neðri hæð: með sérinngangi.
Frá inngangi er gengið í þvottahús/geymslur og auka íbúð.
Íbúð:
Komið er inn í anddyri með fataskápum.
Eldhús er með innréttingu, flísalagt á gólfi og milli innréttinga.
Stofa: stór parketlögð, björt með stórum gluggum
Svefnherbergi: Parketlagt með rúmgóðum fataskáp.
Baðherbergi: Nett innrétting, klósett, handlaug og sturta.
Frávik frá teikningu: eldhús er merkt sem þvottahús, svefnherbergi merkt sem geymsla & stofan sem tómstundaherbergi.

Þvottahús og geymslur: á hæðinni sameiginlegt með efri hæð.
Að sögn seljenda var skipt um járn, timbur & pappa á þaki fyrir 3ur árum síðan.

Eignin er skráð þannig hjá HMS: íbúð á 1 hæð samtals 182,5 fm, íbúðarherbergi í kjallara 158,6 fm og bílskúr 25,2 fm - samtals 366,3 fm. Fyrirhugað fasteignamat 2024 er 172.050.000.-

Allar nánari upplýsingar veita:
Auður Sigr Kristinsdóttir s 824-7772 & tölvupóstur [email protected] 
Ólafur Tr Thors s 666-8-777 & tölvupóstur [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.                 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og til húsfélags, þegar um það er að ræða. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.