Fasteignasalan
BÆR,
Auður & Ólafur kynna:
8 herbergja vel skipulagt fjölskylduhús við
Hléskóga 10 með
aukaíbúð á neðri hæð.
§ Hús í góðu ástandi.
§ Neðri hæð með sérinngangi og auka íbúð
§ Tvö og hálft baðherbergi.
§ Heitur pottur.
§ Skemmtilegt útsýni.
§ Fallegur, vel hirtur garður.Nánari lýsing:
Efri hæð:Anddyri: flísalagt með fataskáp. Í anddyri er
gestasnyrting og stigi að neðri hæð.
Hol: inn af anddyri sem tengir saman svefnherbergisálmu, sólskála, eldhús og stofur.
Eldhús: er með fallegri eldhúsinnréttingu með góðu plássi í mjúklokandi skúffum, búrskáp, og góðu vinnuplássi á borðplötum. Pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Vönduð tæki; helluborð, ofn, ásamt vaski og tengt fyrir uppþvottavél. Búr inn af eldhúsi.
Stofur og borðstofa: í stóru rými með útgengi á svalir. Fallegur arinn. Aðliggjandi stofum og holi er sólskáli með heitum potti. Innangengt út á suðursvalir
Í svefnherbergisálmu eru barnaherbergi, baðherbergi, hjónaherbergi og sjónvarpsherbergi.
Svalir: meðfram húsi á norðvestur og suðvestur hlið.
Baðherbergi: með flísum á gólfi og veggjum. Klósett, innrétting, baðkar og sturta.
Svefnherbergi: með harðparketi og
Hjónaherbergi: rúmgott með fataherbergi.
Sjónvarpsherbergi: Var áður 2 svefnherbergi sem búið er að sameina í eitt gott rými. Auðvelt að breyta til baka.
Bílskúr: 25,2 fm
Geymslur: á neðri hæð ásamt rúmgóðu sameiginlegu
þvottahúsi.
Neðri hæð: með sérinngangi.Frá inngangi er gengið í þvottahús/geymslur og
auka íbúð.
Íbúð:Komið er inn í
anddyri með fataskápum.
Eldhús er með innréttingu, flísalagt á gólfi og milli innréttinga.
Stofa: stór parketlögð, björt með stórum gluggum
Svefnherbergi: Parketlagt með rúmgóðum fataskáp.
Baðherbergi: Nett innrétting, klósett, handlaug og sturta.
Frávik frá teikningu: eldhús er merkt sem þvottahús, svefnherbergi merkt sem geymsla & stofan sem tómstundaherbergi.
Þvottahús og geymslur: á hæðinni sameiginlegt með efri hæð.
Að sögn seljenda var skipt um járn, timbur & pappa á þaki fyrir 3ur árum síðan.
Skipti á ódýrari möguleg.
Eignin er skráð þannig hjá HMS: íbúð á 1 hæð samtals 182,5 fm, íbúðarherbergi í kjallara 158,6 fm og bílskúr 25,2 fm - samtals 366,3 fm. Fyrirhugað fasteignamat 2024 er 172.050.000.-
Allar nánari upplýsingar veita:
Auður Sigr Kristinsdóttir s 824-7772 & tölvupóstur
[email protected] Ólafur Tr Thors s 666-8-777 & tölvupóstur
[email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og til húsfélags, þegar um það er að ræða. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.