512 3400
UPPLÝSINGAR

Fyrirtækjasalan Bær  er í samstarfi við Kompany fyrirtækjaráðgjöf varðandi verðmat á fyrirtækjum.  Kompany fyrirtækjaráðgjöf býður verðmatsþjónustu á þremur mismunandi stigum, eftir því í hve mikla vinnu er lagt og skiptir þá máli í hvaða skyni á að nota verðmatið.   

 

1.  Lágmarks verðmat.  Verðmat gert út frá fyrirliggjandi upplýsingum í ársreikningum og svörum eiganda/stjórnanda við nokkrum spurningum sem nauðsynlegar eru til þess að gera verðmatið.  Lágmarks verðmat er einungis ætlað fyrir eiganda/stjórnanda til þess að átta sig betur á þeirri stöðu sem fyrirtækið er í.  Verðmatið miðast við markaðsverð byggt á leiðréttri Ebitdu fyrir stærri fyrirtæki en mun sérhæfðari leiðréttingu fyrir minni fyrirtæki. Verðmatinu fylgir álit um hvort og þá hvernig megi auka verðmæti fyrirtækisins, hvort sem hugsunin er að halda áfram rekstri eða setja fyrirtækið í frekara mat og síðan í söluferli. Lágmarksverð fyrir þessa þjónustu er kr. 50.000 auk virðisaukaskatts.

2.  Miðlungs verðmat.  Ef ákvörðun er tekin um að setja fyrirtæki í söluferli eru boðið upp á tvær mismunandi verðmatsaðferðir.  Sú fyrri byggist á að unnt sé að nota ítarlegri útfærslu á lágmarksverðmatinu.  Hér er aflað helstu upplýsinga og stuðningsgagna, og allt sem liggur til grundvallar er sannreynt og staðfest með gögnum.  Verðmatið miðast við rekstrarverðmæti auk lagers og innifelur hvorki mat á öðrum skammtímaeignum eða fasteignum og er miðað við að eignin sé skuldlaust.  Lámarksverð er kr. 250.000 auk virðisaukaskatts.  Ef lágmarksverðmat hefur farið fram dregst það frá þessari fjárhæð. 

3.  Nákvæmt verðmat.  Seinni aðferðin við verðmat á fyrirtæki sem ætlað er að setja í söluferli.   Hér er farið mjög nákvæmlega í gegnum alla þætti verðmatsins, allt sannreynt og skjalfest. Verðmatið miðast við rekstrarverðmæti auk lagers og innifelur hvorki mat á öðrum skammtímaeignum eða fasteignum og er miðað við að eignin sé skuldlaust.  Hér er unnt að gera verðmat eftir öðrum þekktum verðmatsaðferðum eins og núvirt u sjóðstreymi.  Þetta mat getur betur átt við stærri  fyrirtæki sem hafa langa og/eða stöðuga rekstrarsögu og fyrirsjáanlega framtíð til áætlunargerðar.  Skoðað er hvort aðeins ein verðmatsaðferð sé talin duga eða hvort fleirri aðferðum verði beitt samtímis.   Lágmarksverð er kr. 750.000 auk virðisaukaskatts.