512 3400
UPPLÝSINGAR

Ráðgjöf sala fyrirtækja.

Fyrirtækjasalan Bær tekur að sér verkefni sem eru til undirbúnings fyrir sölu fyrirtækja.

  • Rekstrargreining:  Sé talin af því ávinningur er fyrirtækið  skoðað og viðtöl tekin við eigendur/stjórnendur/starfsmenn svo unnt sé að ákvarða hvernig best verður staðið að fyrirhugaðri sölu.
  • Áætlanagerð:  Sé það talið til ávinnings er farið í gerð viðskiptaáætlunar.
  • Verðmat:  Með eða án fyrri punktaliða er farið í verðmat út frá hagsmunum seljanda þar sem leitast verður við að finna það hámarksverð sem áhugasamur kaupandi er tilbúin að greiða fyrir, vel upplýstur um þá styrkleika í rekstri sem liggja til grundvallar verðmati.
  • Virkjun rekstrarverðmæta:  Leiði greining í ljós að hámarksverðmæti verði ekki náð fyrr en að undangengnum leiðréttinga og/eða verðmætaaukandi aðgerðum er gerð aðgerðaáætlun sem miðar að því að hámarka verðmæti rekstrarins innan ákveðins tímaramma og/eða þegar aðgerðum áætlunarinnar hefur verið hrundið í framkvæmd.  
  • Stjórnun á aðgerðaráætlunum  eins og þeim sem getið er um hér að framan.
  • Ráðgjöf vegna fyrirhugaðra starfsloka eigenda allt að 5 ár fram í tímann.

Gerður er skriflegur samningur að milli Fyrirtækjasölunnar Bær og verkkaupa sem lýtur að helstu þáttum, s.s. verðmati, söluferlinu sjálfu og hvernig staðið skuli að því og skjalagerð. Þá þarf samningurinn að innihalda skilgreiningu á þóknun fyrirtækjasölunnar, sem í flestum tilfellum í svona verkefnum er árangurstengd.

Þegar kaupandi er fundinn og fyrir liggur samþykkt kauptilboð er gerður ítarlegur kaupsamningur sem tekur á öllum þáttum viðskiptanna og fyrirvörum sem algengast er að séu um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar sem kaupandi gerir á sinn kostnað. Einnig eru oft gerðir fyrirvarar t.d. um fjármögnun, samþykkt hluthafa og stjórna félaga bæði kaupanda og seljanda.

Ferli sem þetta krefst í flestöllum tilvikum mikils trúnaðar allra þeirra sem að því koma. Algengt er að söluferli fyrirtækis taki allmarga mánuði þar til fullnaðaruppgjör hefur farið fram og kaup eru að fullu frágengin.