512 3400
UPPLÝSINGAR

Ráðgjöf vegna kaupa fyrirtækja

 Fasteignasalan Bær tekur að sér að aðstoða þá aðila sem hyggja á kaup á fyrirtækjum við val á fyrirtæki, greiningu á rekstri og gerð arðsemisútreikninga vegna kaupanna.

Mikilvægt er að vanda sérstaklega til verka þegar fyrirtæki er skoðað með hugsanleg kaup í huga. Taka þarf fjölmarga þætti til skoðunar, meta þarf  meðal annars starfsumhverfi, samkeppni og þróun á viðkomandi markaði. Í raun er æskilegt að gera sjálfstætt verðmat í því skyni að greina stöðu fyrirtækis og framtíðarmöguleika þess.

Ráðgjafi fyrirtækjasölunnar aðstoðar aðila sem hyggja á kaup á fyrirtækjum.

 • Fyrirtækjaleit  undir nafni eða undir nafnleynd.
   
 • Hafa samband við það eða þau fyrirtæki sem vitað er að eru til sölu.
   
 • Hafa samband við eitt eða fleirri fyrirtækis sem ekki eru tilkynnt til sölu
   
 • Hafa samband við eitt eða fleirri fyrirtæki innan greinar.
   
 • Auglýsa eftir fyrirtækjum.
   
 • Rekstrargreining og virðismat  útfrá hagsmunum kaupanda, sem miðar að því að einangra þá þætti sem byggja upp styrkleika og verðmætasköpun rekstrarins.  Niðurstaða verðmats tiltekur hvað kaupandi mun raunverulega hafa í höndunum til þess að reka fyrirtækið, greiða sér markaðslaun, greiða fyrir fjárfestingu og fé til áframhaldandi uppbyggingar rekstursins.
 • Aðstoð við fjármögnun.  Unnin fagleg verðmatsskýrsla sem kaupandi getur notað til þess að vinna að fjármögnun, hvort sem er til þess að fá meðfjárfesta eða til þess að afla lánsfjármagns.
   
 • Tilboðsgerð:  Þegar bindandi kauptilboð er gert er mikilvægt að gera alla nauðsynlega fyrirvara, t.d. um fjármögnun, samþykki hluthafafunda og að fyrirtækið standist áreiðanleikakönnun. Nauðsynlegt er að kortleggja með tæmandi hætti allar skuldbindingar þess fyrirtækis sem verið er að kaupa og greina sérstaklega vel veltufjármuni t.d. hvort lager er kúrant svo og hvort viðskiptakröfur eru traustar og innheimtanlegar.