512 3400
UPPLÝSINGAR

Kaupferlið

Eftir að þú hefur fundið áhugasamt fyrirtæki getur þú smelt á nánari upplýsingar og við það byrtist síða með nafnlausri samantekt um fyrirtækið. 

 Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar sendir þú inn fyrirspurn á oskar@fasteignasalan.is.  Þú færð þá senda stutta skýrslu sem gefur þér gleggri mynd af rekstri fyrirtækisins.  Frekari upplýsingar verða aðeins veittar á skrifstofu eftir að gengið hefur verið frá umboði við Fasteignasöluna Bæ og  skjölum varðandi trúnaðarupplýsingar.

 Eftir að gengið hefur verið formlega frá ofangreindum skjölum er þér afhent trúnaðarupplýsingar fyrirtækisins sem innheldur söluskýrslu, þar sem fram kemur m.a. upplýsingar um sögu fyrirtækisns, starfsmenn, upplýsingar um sölu og markaðsmál, samkeppni, sjóðstreymi og ársreikninga.

Í framhaldi er haldinn fundur með eigendum og skipulögð heimsókn til fyrirtækisins.

 Frekari skipti á upplýsingum fara fram á milli kaupanda og seljanda og í framaldi er samin viljayfirlýsing.  Eftir undirritun viljayfirlýsingar  hefst tímabil áreiðanleikakönnunar.  Á meðan á þessu ferli stendur er kaupsamningur undirbúinn og gengið er frá fjármögnun.

 Síðan er gengið frá endanlegri útgáfi samnings af hálfu Rúnars , lögfræðings og löggiltum fasteignasala.