512 3400
UPPLÝSINGAR

GREINING OG VERÐMAT

Lítil einkafyrirtæki.

Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil einkafyrirtæki á alþjóða mælikvarða.  Mörg hver þessara fyrirtækja voru fyrir tilkomu einkahlutafélaga rekin sem einkafyrirtæki eða sameignarfélög.  Með tilkomu einkahlutafélaga sköpuðust tækifæri til þess að greiða lægri skatta á það fé seim eigandi tekur út úr fyrirtækinu í formi launa og launaígilda, ásamt arðgreiðslum, bæði vegna ákvæða skattalaga og vegna rýmri ákvæða varðanda rekstrargjöld.   Mörg hver þessara fyrirtækja sýna ekki sitt besta þegar kemur að ársreikningum og skattaskilum.  Þannig má reikna með að algengt sé að ekki sé unnt fyrir hinn almenna áhugasama kaupanda að gera sér fyllilega grein fyrir þeim raunverulega styrkleika sem það fyrirtæki sem hann sýnir áhuga á getur skilað af sér.  

Þumalputtareglur duga ekki!

Hefðbundnar aðferðir við verðmat duga skammt við að ná fram þeim verðmætum sem slík fyrirtæki geta innifalið.  Þetta getur hamlað að samningar náist, þar sem erfitt er að meta og stafðfesta undirliggjandi verðmat.  Þumalputtareglur eins og 4 sinnum EBITDA eða 10 – 15 mánaða framlegðarvirði geta þá oft verið ónákvæmar í besta falli, hvað þá þumalputtaregla eins og 10-14% af rekstrarhagnaði, eftir því hvaða starfsgrein fyrirtækið tilheyrir.  Gera þarf endurmat sem nær alltaf tekur til tekna og gjalda, mjög oft til eigna, en sjaldnar til skulda.  Með þessu endurmati er unnt að kalla fram hinn raunverulega ávinning fyrir hinn áhugasama kaupanda.  

Hvernig fer þetta fram?

Unnið er með seljanda að þeim leiðréttingum sem kalla þarf fram.  Einungis seljandi hefur í fyrstu tiltækar þær upplýsingar sem endurmat þarf að grundvallast á.   Í framhaldi er farið í að kalla fram þau skjöl sem þarf til að styðja við endurmatið, endurmat gert og útbúin skýrsla þar sem endurmat er útskýrt með framsetningu talna og útskýringartexta, ásamt fylgigögnum.  

Hér er komið skjal þar sem opinberað er af hálfu seljanda hvað kaupandi fær í hendur við kaupin.   Áhugasamur kaupandi getur séð með skýrum hætti í hverju verðmæti fyrirhugaðra kaupa liggur og getur gert sér grein fyrir hvort hann sjái sér fært að viðhalda þeim verðmætum sem hinn áhugasami rekstur á að gefa af sér að óbreyttu, og þá einnig hvort unnt sé að auka verðmætin.

Áhugasamur kaupandi mun hafa þessar upplýsingar tiltækar sér til frekari skoðunar og staðfestingar með þeim aðilum sem hann vill kalla til, hvort sem um er að ræða endurskoðanda, lögfræðing eða hverja þá aðra sem kaupandi vill kalla til.  Þetta mun þó aðeins verða tiltækt að undangengnu ferli þar sem lögð eru fram umbeðin gögn til stuðnings kauptilboði.