512 3400
UPPLÝSINGAR

Fyrirtækjakaup

Ástæður fyrirtækjakaupa eru margvíslegar, meðal annars eftirfarandi:

 •  Stækkun/breyting á núverandi rekstri
 •  Lárétt eða lóðrétt samlegðaráhrif
 •  Samþætting
 •  Löngun til að eignast fyrirtæki og vera eigin herra
 •  Stjórn á eigin innkomu
 •  Kaup á starfandi fyrirtæki getur verið mun öruggara en að byrja rekstur frá byrjun
 •  Byggja öuggt umhverfi fyrir fjölskylduna
 •  Uppfylla markaðsþörf
 •  Skattalegur ávinningur
 •  Ósk um breytingu á lífsstíl.

Fyrirtækjasalan Bær getur lagt lið með því að:

 • velja eða finna rétta fyrirtækið
 •  verðmeta
 •  finna hvernig lágmarka má áhættu
 • sjá um tilboðsgerð
 • aðstoð við fjármögnun

Undir venjulegum kringumstæðum finnur þú fyrirtæki til sölu annað hvort hjá fasteignasala, lögfræðingi, endurskoðanda eða fyrirtækjamiðlara.  Þessar aðstæður eiga það sameiginlegt að viðsemjandi þinn er fulltrúi seljandans, sem greiðir honum þóknun fyrir sína vinnu.  Viðsemjandinn vinnur því alfarið með hagsmuni seljandans í huga.  Þú getur unnið á móti þessu með því að ráða Fyrirtækjasöluna Bæ í þína þjónustu.

 

Fyrirtækjasalan Bær sem fulltrúi kaupanda

 • Fyrirtækjasalan Bær kemur fram fyrir þína hönd (undir nafnleynd sé þess óskað)
 •  Fyrirtækjasalan Bær starfar með hagsmuni þína í fyrirrúmi í stað seljandans
 •  Gefur tækifæri á að kanna hvort vilji sé hjá stjórnendum ákveðins fyrirtækis til þess að selja
 •  Gefur tækifæri í að gera nafnlaus tilboð
 •  Gefur tækifæri að fyrirtækjasalan Bær auglýsi eftir fyrirtækjum.
 •  Gefur tækifæri á að finna fyrirtæki sem ekki er á markaðnum.

 

Hlutverk Fyrirtækjasölunnar Bær sem fulltrúi kaupanda.

 •  Þú hefur ákveðið fyrirtæki í huga, sem þú veist að er til sölu.  Hér getum við aðstoðað við að gera áreiðanleikakönnun  og gera verðmat sem lagt er til grundvallar í samningagerð.
 •  Þú hefur ákveðið fyrirtæki í huga og vilt láta okkur kanna vilja eigenda til að selja.
 •  Þú hefur áhuga á að finna fyrirtæki til kaups innan ákveðins geira.
 •  Þú telur nokkur fyrirtæki koma til greina og þarft að greina besta möguleikann.
 •  Þú átt tækifæri á að nálgast fyrirtæki sem eru ekki í söluferli.