512 3400
UPPLÝSINGAR

Af hverju Bær

Kaupendur kaupa sjóðstreymi! Væntanlegir kaupendur þurfa að vita um heilbrigði fyrirtækisins, hvernig fé þess er varið og getu rekstursins til að mynda jákvætt sjóðstreymi. Hefðbundin reikningsskil leitast við að lágmarka skattskyldu sem síðan veldur ónákvæmni í framsetningu á hini sönnu tekjumyndunarstyrkleika fyrirtækisins og arðsemi.  

Að kaupa fyrirtæki getur verið mjög flókið og krefjandi ferli.  Fyrirtækjasala Bær vinnur að því að gera ferlið skýrara og skilvirkara með því að gera leiðréttingar á reikningsskilum seljandans, þannig að kaupandi geti með skýrum hætti gert sér grein fyrir getu fyrirtækisins til þess að mynda jákvætt sjóðsteymi.  Aðeins þegar framangreint er orðið ljóst er hægt að taka aðrar eignir inn í myndina og þá meta hvort og þá hvaða eignir viðkomandi rekstur getur staðið undir.

Flestir kaupendur eru eyða töluverðum tíma í að leita að rétta fyrirtækinu.  Það sama gildir um seljendur, því margir þeirra eru komin með sín fyrirtæki í undirbúningsferli fyrir eða í söluferli löngu áður en fyrirtækin eru auglýst opinberlega til sölu.   Mörg fyrirtæki krefjast þess að einungis þeir sem eru í alvarlegum hugleiðingum og geta sýnt fram á fjárfestingagetu sína komi til athugunar.