512 3400
Búðarstígur,820 Eyrarbakki
68.500.000 Kr
Hæð
0 herb.
365 m2
68.500.000

Tegund: Hæð

Stærð: 365 fm

Herbergi: 0

Stofur: 0

Svefnherbergi: 0

Baðherbergi:0

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2004

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 0

Fasteignamat: 23.485.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Fasteignasalan Bær kynnir. Búðarstígur 19c. Stórt og mikið hús, 365,5 fm í byggingu á sjávarlóð á besta stað á Eyrarbakka, við hlið Vesturbúðarhóls.
Lóðin er 1853 fm leigulóð.

Hús tækifæranna, eign fyrir athafnafólk sem er óhrætt við krefjandi en jafnframt spennandi verkefni. Margvíslegir notkunar möguleikar.


Húsið er á þremur sjálfstæðum fastanúmerum og fyrir liggur þinglýstur eignaskiptasamningur.
Húsið skiptist í aðalíbúð 234,8 fm, Gallerí 77,9 fm og risíbúð 52,8 fm. Alls 365,5 fm.
Húsið er skráð á byggingarstig 4, fokhelt og með úttekt sem slíkt.

Í dag er eignin með bráðabirgðaíbúð, um 60 fm í austurenda hússins á jarðhæð en er að öðru leiti á ca byggingarstigi 4.  Húsið stendur á steyptri plötu með gólfhita. en að öðru leiti er húsið ekki upphitað. Um helmingur neðri hæðar er flísalagður.

Húsið er selt á því stigi sem það er á í dag. Skorað er á kaupendur að gera ítarlega úttekt á öllu sem viðkemur byggingunni og stöðu hennar. Ýmislegt efni fylgir með, t.d. töluvert af ull, 3 búnt af harðgifsi, nótaðar spónaplötur, gólfplötur o.fl. Gluggar og gler sem ekki er ísett er til staðar og fylgir með. Kaupandi þarf að skoða ástand og kynna sér byggingarefni sem fylgir. Kaupandi skráir nýja meistara og byggingarstjóra skv þeim reglum sem gilda þar um. 

Skipulag skv samþykktum teikningum  frá 2010, ath að engir varanlegir innveggir eru komnir upp.
Jarðhæð. Gallerí. Skiptist í opið rými salerni, geymslu, gestaherbergi og anddyri. Stór geymsla með aksturshurð, hjólageymsla, anddyri og stigi upp á efri hæð.
Önnur hæð. Stofa, gangur, eldhús, sjónvarpsherbergi, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, salerni, geymsla og anddyri. Gert er ráð fyrir sérinngangi úr stiga sunnan megin við húsið.
Ris. Gengið er upp í ris úr anddyri annarar hæðar. Í risi er teiknuð aukaíbúð. Stofa, eldhús, herbergi, baðherbergi, geymsla, ónotað rými. Stigi upp í útsýnisturn / ljósop.

Upphaflega var teiknaður veitingastaður í húsið en því síðar breytt. Í gólfplötu er hólf þar sem gert var ráð fyrir lyftu sem var á upphaflegu teikningunni.


Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða snorri@fasteignasalan.is
Bókið skoðun

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Um er að ræða eign í byggingu og brunabótamat liggur ekki fyrir, kemur það í hlut kaupanda að greiða skipulagsgjald þegar þess verður krafist.  Kaupandi skal á sinn kostnað, áður en hann hefur framkvæmdir við húsið, ráða nýjan byggingarstjóra að húsinu, nema kaupandi semji við byggingarstjóra hússins um áframhaldandi starf.  Sama gildir um alla aðra iðnmeistara að húsinu. 
 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.