Fasteignasalan Bær og Snorri Sigurfinnsson lgf kynna í einkasölu. Fín þriggja herbergja íbúð í litlu parhúsi við Fífutjörn 3 á Selfossi. Húsið er steypt, klætt með Stení og járn er á þaki. Húsið er byggt 1993. Þökulögð lóð og sólpallur.
Frábær fyrstu kaup! Nánari lýsing.
Forstofa með fatahengi og við hliðina á henni er
þvottahús/geymsla. Tvö
svefnherbergi, bæði með fataskápum.
Stofa,
borðstofa og
eldhús í opnu og björtu rými og úr stofu er útgengt út í garð á lítinn
sólpall. Hvít eldhúsinnrétting með skápum sem ná til lofts.
Baðherbergi, góð innrétting og baðkar með sturtuaðstöðu. Málaðar þiljuplötur á veggjum. Á gólfum er annars vegar plastparket og hinsvegar flísar.
Kominn er tími á að endurnýja hluta af gleri í íbúðinni.
Skv gögnum fylgir bílskúrsréttur eigninni.
Fín eign með góðu innra skipulagi á eftirsóttum stað.Hringið og bókið skoðun.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 8648090, snorri@fasteignasalan.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.