512 3400
Mosagata,210 Garðabær
57.900.000 Kr
Fjölbýli
3 herb.
95 m2
57.900.000

Tegund: Fjölbýli

Stærð: 95 fm

Herbergi: 3

Stofur: 1

Svefnherbergi: 2

Baðherbergi:1

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2020

Lyfta:

Brunabótamat: 39.050.000

Fasteignamat: 49.400.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

ÍRIS HALL LÖGG.FASTEIGNASALI S. 695-4500, OG FASTEIGNASALAN BÆR KYNNA Í EINKASÖLU EINSTAKLEGA FALLEGA 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á  3 HÆÐ ALLS SKRÁÐ 95,4 FM. AÐ STÆRÐ ÁSAMT BÍLASTÆÐI Í BÍLAGEYMSLU AÐ MOSAGÖTU 9, GARÐABÆ.  

** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI** 


Eignin telur, forstofu, hol,  stofu, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús innan eignar ásamt sérgeymslu og sameiginlegri vagna- og hjólageymslu á jarðhæð og stæði í bilageymslu.

Nánarí lýsing:
Komið er inn í flísalagða forstofu.  Eldhús, borðstofa og stofa eru í alrými, útgengt á rúmgóðar svalir. Svefnherbergin eru tvö, rúmgóð með fataskápum. Baðherbergi með baðkari með sturtu og sturtugleri, upphengt salerni ásamt fallegri innréttingu og speglaskáp. Þvottahús innan eignar með vinnuborði og skolvask, flísar á gólfi. Innréttingar og skápar eru frá HTH, hurðir frá BYKO, eldhústæki frá Tengi og flísar frá Álfaborg. Gólfefni íbúðar eru parket og flísar. Sérgeymsla í kjallara ásamt hjóla- og vagnageymslu. Bílastæði í bílakjallara.

Fjölbýlið Mosagata 9-11 er 5 hæða lyftuhús auk kjallara hannað af Úti-Inni arkitektum og byggt af verktökum Dalhús ehf. Alls eru 23 íbúðir í húsinu. Húsið er staðsett ofarlega í Urriðaholtinu.

Á vef svæðisins www.urridaholt.is er að finna nánari upplýsingar um hverfið og þá hugsjón sem það er byggt á en þar segir meðal annars: "Urriðaholt er nýtt hverfi í Garðabæ með einstakt útsýni til allra átta. Urriðaholt byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt. Skipulag Urriðaholts er fyrsta hverfið hér á landi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM Communities. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistar-svæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og góðar samgönguæðar.

Um er að ræða nýlega og fallega eign á þessum vinsæla og umhverfisvæna stað í Urriðarholtinu. Urriðaholtsskóli í allra næsta nágrenni. 

Ekki er búið að stofna húsfélag í heildarhúsi. 

Allar nánari upplýsingar og milligöngu annast Íris Hall lögg. fasteignasali og leigumiðlari í síma 695-4500 eða á netfangi:  irishall@fasteignasalan.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4-0,8% af heildarfasteignamati.  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar - Sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð. 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.