Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Bær kynna í einkasölu:Snyrtilegt steinsteypt endaraðhús með bílskúr samtals 122,2fm.Komið er inn í flísalagða
forstofu, hengi þar fyrir yfirhafnir. Ágætt
forstofuherbergi með fataskáp, dúkur á gólfi. Þá dúklagður
gangur, björt
stofa á vinstri hönd, gengt úr henni út á hellulagða stétt í garði mót suð-vestri.
Eldhús með hvítri og viðarlitaðri innréttingu og límtrésbekkjum, flísar á milli skápa og nýleg AEG eldavél, uppþvottavél gæti fylgt við sölu ef áhugi er fyrir því. Rúmgott
hjónaherbergi með ágætum skápum og annað
herbergi heldur minna með bókaskápum sem hugsanlega gætu fylgt við sölu. Flísalagt
baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu í því, handlaug á skáp og skápum sitt hvoru megin við spegil.
Bakdyrainngangur með búrskáp og tengingu fyrir þvottavél og flísar á gólfi.
Bílskúrinn með máluðu gólfi og renningum á gólfi undir bílinn, nýjar fjarstýrðar innkeyrsludyr og gönguhurð út í garð baka til. Tveir gluggar vísa einnig út í garð en þeir eru orðnir fúnir, stofugluggi líka orðinn lúinn.
Þak hússins var endurnýjað fyrir um 10 árum að sögn seljanda og bræddur nýr pappi á bílskúrsþakið nýlega. Hellulögð innkeyrsla og stétt, gróinn garður og geymsluskúr bak við bílskúrinn.
,
Nánari upplýsingar veitir Loftur Erlingsson lögg. fasteignasali í síma 896 9565 og loftur@fasteignasalan.isHringið og bókið skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.