512 3400
Lækjarsel,109 Reykjavík
139.700.000 Kr
Einbýli
13 herb.
399 m2
139.700.000

Tegund: Einbýli

Stærð: 399 fm

Herbergi: 13

Stofur: 4

Svefnherbergi: 9

Baðherbergi:5

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1983

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 131.250.000

Fasteignamat: 110.250.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

*EINBÝLI MEÐ ÞREMUR AUKAÍBÚÐUM*
*TVÖ FASTANÚMER*
*LEIGUTEKJUR*
Fasteignasalan Bær kynnir um 450 fm., 13-14 herb., einbýli með þremur aukaíbúðum.  Eignin, fjórar íbúðir, hefur verið í útleigu.  Sérinngangur er í allar íbúðir.  Húsið er á tveimur hæðum, innst í botnlanga við óbyggt svæði, efst í Seljahverfi.  Eignin er á tveimur fastanúmerum.  Tvær íbúðir eru samþykktar og tvær ósamþykktar.  Hellulagt plan með hitalögn.  Gróinn garður er með trjágróðri.  Skv. Fasteignaskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 399,8 fm.

Húsið skiptist skv. eftirfarandi:
Efri hæð: 4ra – 5 herb. sérhæð 153,1 fm. auk bílskúrs 50,2 fm.
Neðri hæð: a) 3ja herb. íbúð í suðurenda, 87,1 fm., á sér fastanúmeri, b) 2ja til 3ja herb. íbúð fyrir miðju, 86,2 fm. og c) ósamþykkt 3ja herb. íbúð undir bílskúr u.þ.b. 73,4 fm. ásamt garðskála, en skráð í Fasteignaskrá 23,2 fm.

Endurnýjað árið 2018 að sögn seljenda:
Skipt um allt gler í húsinu.  Skipt um járn á þaki, þakskyggni, stafni og skipt um þakrennur og niðurföll.  Allt húsið málað og múrviðgert að utan.  Íbúð undir bílskúr máluð skipt um gólfefni og eldhúsinnrétting endurnýjuð.
 
Allar nánari upplýsingar veitir: 
Eggert, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819 eggert@fasteignasalan.is  
 
Nánari lýsing efri hæðar:  

1. hæð, 153,1 fm., 4ra-5 herb.:  Gengið er inn í forstofu með fataskáp.  Inn af forstofu er gestasnyrting og herbergi.  Borðstofa og stofa er með útgengt á suðursvalir.  Í  eldhúsi er eldri innrétting, góður borðkrókur og innangengt í þvottaherbergi/búr með glugga.  Inn af eldhúsi er herbergi sem hefur verið stúkað af úr hluta stofu.  Á svefnherbergisgangi er hjónaherbergi með fataskáp og tvö herbergi, þar af eitt án þröskulds. Baðherbergi er með sturtuklefa, baðkari, innréttingu, flísum á gólfi og upp veggi.  Parket er á gólfi í stofu, borðstofu, herbergjum og svefnherbergisgangi, en flísar á öðrum gólfum.
Bílskúr, 50,2 fm.:  Tvöfaldur rúmgóður bílskúr með tveimur innkeyrsluhurðum.  Hiti og rafmagn.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Íbúð á jarðhæð í suðurenda, 87,1 fm., 3ja herb.:  Íbúðin er á sér fastanúmeri.  Gengið er inn í forstofu með fataskáp.  Hol er inn af forstofu.  Stofa er með útgengt í garð.  Eldhús er með hvítri innréttingu og góðum borðkrók.  Inn af svefnherbergisgangi er barnaherbergi og hjónaherbergi með fataskáp.  Baðherbergi er með innréttingu, baðkari, handklæðaofn og flísalagt í hólf og gólf.  Inn af holi er þvottaherbergi og innangengt þaðan í rúmgóða geymslu.  Parket er á gólfum, nema á baðherbergi þar þar sem eru flísar og á þvottaherbergi er málað gólf.
Íbúð fyrir miðju í kjallara, 86,2 fm., 2ja-3ja herb.:  Gengið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp.  Þvottaherbergi/geymsla er inn af forstofu.  Inn af forstofu er hol.  Stofa er með útgengt í garð.  Eldhús er með hvítri innréttingu og opið inn í stofu.  Baðherbergi er með sturtu, innréttingu og glugga.  Lítið herbergi er inn af stofu.  Gluggalaust herbergi og fataherbergi inn af, eru með loftræstigötum.  Parket er á gólfum, nema á forstofu og baðherbergi þar sem eru flísar og þvottaherbergi/geymslu þar sem er málað gólf.
Íbúð undir bílskúr, 73,4 fm., 3ja herb.:  Gengið er inn í anddyri með fataskáp og þaðan í rúmgóðan garðskála með hátt til lofts.  Inn af garðskála er rúmgott eldhús með endurnýjaðri hvítri innréttingu, keramikhelluborði með viftu yfir, veggofn og er þaðan gengið inn í gang.  Baðherbergi er með sturtu, skáp undir vask.  Tvö svefnherbergi, annað lítið, en hitt rúmgott.  Geymsla/þvottaherbergi er með hillum.  Parket er á gólfum, nema á baðherbergi og eldhúsi þar sem eru flísar og geymslu/þvottaherbergi þar sem er málað gólf.

Annað:  Skv. Fasteignaskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 399,8 fm. og þar af er íbúð á 1. hæð 153,1 fm., bílskúr 50,2 fm., íbúð í suðurenda 87,1 fm. (sér fastanúmer), ósamþykkt íbúð fyrir miðju í kjallara 86,2 fm. og garðskáli 23,2 fm.  Í garðskála og undir bílskúr er ósamþykkt íbúð 73,4 fm.  Allt húsið, með fjórum íbúðum og bílskúr, er því um 450 fm.  Íbúðirnar eru með sameiginlegan hita en sér rafmagn er fyrir íbúð í suðurenda neðri hæðar og íbúð undir bílskúr, en sameiginlegt rafmagn fyrir íbúð á 1. hæð, bílskúr og íbúð fyrir miðju á neðri hæð.  Þrjár íbúðir eru í dag í langtímaleigu með ótímabundinn leigusamning, en íbúð niðri í suðurenda, sem er á sér fastanúmeri, er laus.  Seljandi, sem hefur ekki búið sjálfur í eigninni, getur ekki sagt til um ástand eignarinnar og því er skorað á væntanlega kaupendur að skoða eignina vel fyrir kaup.

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4 - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá, sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.