Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Bær kynna í einkasölu:
Snyrtilegt 3herb. 103,2fm parhús með uppteknum loftum og sólstofu á Kirkjubæjarklaustri.Forstofan er flísalögð og góður skápur þar fyrir yfirhafnir. Þá hol og opið inn í stofu, eldhús á vinstri hönd. Eldhúsinnrétting með viðarlitum og hvítum hurðum í bland, ljósar flísar á milli skápa, Siemens bakarofn og helluborð, uppþvottavél frá AEG fylgir við sölu. Þvottahús við hlið eldhúss, flísalagt gólf og veggur við skolvask á vinnuborði, hitakútur (frá 2019) og rafkindingarbúnaður uppi á vegg, gengt út í garð við enda hússins. Svefnherbergin eru tvö, annað sínu stærra og með góðum skápum, hillum og veggföstu skrifborði, tvöfaldur fataskápur í hinu. Stofan rúmgóð og gengt úr henni fram í sólstofu. Flísar á gólfi sólstofunnar, gengt út og gluggalaus geymsla innaf henni. Plastparket á öðrum gólfum en votrýmum og sólstofu. Að utan er húsið klætt með liggjandi bárujárni með innbrenndum lit, gluggar og hurðir eru ál-tré og bárujárn á þaki. Lóðin gróin og dálítil hellulögð stétt útifyrir sólstofu, bílaplan malarborið.
Nánari upplýsingar veitir Loftur Erlingsson lögg. fasteignasali í síma 896 9565 og loftur@fasteignasalan.is
Hringið og bókið skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.