Fasteignasalan Bær og Snorri Sigurfinnsson lgf s. 8648090 og Guðrún Hulda Ólafsdóttir lgf s. 8457445 kynna í einkasölu. Stórt og fallegt steypt einbýlishús með aukaíbúð, teiknað af Kjartani Sveinssyni.Húsið var byggt 1983 og er íbúðarhluti hússins 236,5 fm og bílskúr 67,3 fm. Alls 303,8 fm. Húsið var málað að utan 2019 og nýlegur þakkantur.
Hellulögð innkeyrsla og gangstétt með snjóbræðslulögnum og gróin og falleg lóð með fjölbreyttum trjágróðri. Sólpallur í suðurgarði og heitur pottur.
Innra skipulag: Forstofa með fataskáp.
Forstofusalerni. Inn af forstofu er rúmgott
hol og út frá því
stofa og
gangur og hurð inn í
eldhús.
Stofan er stór og björt og til hliðar við enda stofu kemur
borðstofa sem er með hurð inn í
eldhús. Ágæt eldhúsinnrétting, endurnýjuð tæki, ofn, gufuofn og keramik helluborð og granít borðplanta. Inn af eldhúsi er lítil
forstofa og við hlið hennar
þvottahús og
búr.Út frá
gangi er
sólstofa sem er hellulögð og með hita í gólfi. Þar inni er kamína og hurð út á
sólpall. Baðherbergi með baðkari og sturtu og innréttingu. Inn af baðherbergi er fataherbergi sem var upphaflega hugsað sem gufubað. Á gólfum hússins eru flísar. Þrjú parketlögð
svefnherbergi og fataskápur er í hjónaherberginu.
Auka íbúð: Sérinngangur.
Flísalögð
forstofa og
baðherbergi við hliðina með sturtu.
Eldhús með dúk á gólfi og lítilli innréttingu. Tengi fyrir þvottavél. Lítil stofa inn af eldhúsi og herbergi þar inn af.
Bílskúr: Bílskúrinn er 67,3 fm með tveimur aksturshurðum með bílskúrshurðaopnara. Lokuð
geymsla innst í bílskúr.
Stórt og veglegt hús, að hluta upprunalegt, en í ágætu viðhaldi. Aukaíbúð var áður nýtt undir atvinnustarfsemi og bíður íbúðin upp á ýmsa möguleika. Einnig er hægt að opna á milli aðalíbúðar og aukaíbúðar.Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða snorri@fasteignasalan.is og Guðrún Hulda Ólafsdóttir löggiltur fasteignasali og hdl. s. 845-7445 eða gudrun@fasteignasalan.is
Bókið skoðun. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.