Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, ásamt Fasteignasölunni Bæ kynna í einkasölu snyrtilegt þriggja/fjögurra herbergja endaraðhús 102,7 fm ásamt innbyggðum 49,2 fm bílskúr samtals 151,9 fm við Birkihóla 14 á Selfossi. Húsið er timburhús, byggt árið 2008, klætt að utan með báruáli og viðarklæðningu. Þökulögð lóð og drenmöl meðfram húsi.Lýsing eignar: Flísalögð forstofa og þar stór skápur. Miðrými og stofa með útgengi út á baklóð. Eldhús er með borðkrók og snyrtilegri innréttingu. Þvottahús með innréttingu er inn af eldhúsi og þar innangengt í bílskúr. Hjónaherbergi er með stórum skápum og annað minna herbergi sem einnig er með góðum skápum. Fataskápur eru einnig í bílskúr. Flísalagt baðherbergi er með innréttingu, baðkari með sturtu, upphengdu wc og handklæðaofni. Hiti er í gólfum hússins með stýringum fyrir hvert rými og í loftum eru hvítar loftaþyljur. Á forstofu, eldhúsi, baðherbergi/þvottahúsi eru flísar en á öðrum rýmum er harðparket. Rúmgott og bjart þriðja svefnherbergið er í enda bílskúrs með gönguhurð út í garð og einnig innangengt úr bílskúr..
Bílskúr er físalagður.
Snyrtileg eign, staðsett innarlega í botnlangagötu í hinu vinsæla Hólahverfi á Selfossi.Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@fasteignasalan.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.