Fasteignasalan Bær og Haraldur Guðjónsson lgf kynna í einkasölu: Fallega 3ja herb. 85,3 ferm. íbúð að Reykjahlíð 14, íbúðin er í lítið niðurgröfnum kjallara í góðu þríbýlishúsi.Vegna ástands í þjóðfélaginu er fólk hvatt til að koma með eigin grímur og hanska og biðjum við áhugasama að virða það og 2 metra regluna.
Nánari lýsing: Gengið er niður steyptar útitröppur inn í sameiginleg rými, sem í dag er að mestu nýtt af þessari eign. Þar er sér fatahengi og skógeymsla.
Þar er gengið í forstofu/hol með parketi á gólfi. Baðherbergi nýlega verið endurnýjað með upphengdu salerni og sturtu. Flísalagt í hólf og gólf. Rúmgott svefnherbergi með dúk á gólfi. Eldhús með eldri innréttingu að hluta ásamt nýlegri innréttingu og parketflísum á gólfi. Mjög rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi. Hægt er að opna með vængjahurð úr þessu herbergi inní stofu. Stofa/borðstofa með parketi á gólfi.Úr stofuglugga má sjá Perluna.
Tvær sér geymslur í sameign, sameiginlegt þvottahús í sameign.
Samkvæmt upplýsingum frá seljendum var:
2004 endurnýjað skolp og dren
2012 húsið og þakið málað
Húsið er teiknað af Sigvalda ThordarsonHér er um að ræða mjög fallega og góða eign á frábærum stað í Hlíðunum. Leikskólinn Hlíð er á bak við húsið
Fasteignamat næsta árs er kr. 46.350.000.-
Nánari upplýsingar og bókun á einkaskoðun veitir Haraldur Guðjónsson löggiltur fasteignasali í s. 783 1494 eða á halli@fasteignasalan.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt (en þó breytilegt) 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.