512 3400
Selás e 1,851 Hella
Tilboð
Lóð
6 herb.
488 m2
Tilboð

Tegund: Lóð

Stærð: 488 fm

Herbergi: 6

Stofur: 1

Svefnherbergi: 5

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2005

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 131.800.000

Fasteignamat: 50.200.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

FASTEIGNASALAN BÆR og Vilborg G Hansen sími 895 0303 kynna:  LAUST FLJÓTLEGA!  Til sölu jörðin Selás í Holta og Landssveit (ca. 30 mín frá Selfossi).  Land.nr. 197088. Mikið útsýni er frá jörðinni.  Um er að ræða jörðina sem er um 19 ha af landi bæði mýri, móar og eldra tún.  Á jörðinni eru hús hönnuð fyrir einangrunarstöð fyrir hunda og ketti.  Íbúðarhúsið er 6 herbergja á tveimur hæðum.  

Nánari upplýsingar hjá Vilborgu G. Hansen löggiltum fasteignasala í síma 895 0303 eða á vilborg@fasteignasalan.is

Einangrunarstöðin sem var byggð 2018 er 290.9 fm alls og samanstendur af 19 einagrunarherbergjum (16 fyrir hunda og 3 fyrir ketti) í öðrum endanum.  Einnig er bílskúr, kaffiaðstaða, salerni og sturta ásamt þjálfunarrými fyrir hunda.  Útihúsið á jörðinni er hannað sem einangrunarstöð en má breyta eftir hentisemi t.d. í hesthús.  

Íbúðarhúsið er byggt 2005 og er 197.3 fm að stærð á tveimur hæðum.  
NEÐRI HÆÐ:  komið inn í stórt flísalagt anddyri en þar er geymsla til hliðar.  Áfram inn í flísalagt hol en þaðan er gengið inn í bjarta stofu og borðstofu með útgengi á verönd.  Eldhús sem er með ágætri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél.  Á gangi neðri hæðar er salerni með sturtu og hálfklárað þvottahús með útgengi út í garð.  
EFRI HÆÐ: viðarstigi er upp á 2.hæð hússins þar sem eru rúmgóð 4 barnaherbergi og hjónaherbergi með útgengi á svalir með miklu útsýni.  Verið er að klára að leggja nýtt plastparket á efri hæðina frá Agli Árnasyni.  Stór baðherbergi með hornbaðkari og tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi og upp hálfa veggi. 

Hitun á jörðinni er með rafmagni.  Eignin í heild er á tveimur fastanúmerum (228-5191 og 228-3600)

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Fasteignasalan Bær advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.