512 3400
Hólahraun,851 Hella
29.900.000 Kr
Sumarhús
5 herb.
109 m2
29.900.000

Tegund: Sumarhús

Stærð: 109 fm

Herbergi: 5

Stofur: 0

Svefnherbergi: 0

Baðherbergi:0

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2005

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 0

Fasteignamat: 14.250.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali ásamt Fasteignasölunni Bæ kynna í einkasölu snyrtilegt heilsárshús/sumarhús í landi Svínhaga á Rangárvöllum Ytri.  Húsið er byggt úr kanadískum bjálka en búið er að klæða það að utan með bárujárni.  Stór sólpallur er við húsið og þak hússins nær yfir hluta hans sem gefur gott skjól.   Húsið stendur á 11.000 fm eignarlóð sem búið er að planta mikið af trjám í, annars er hún þakin lyngi og mólendi.  Virkilega fallegt útsýni og fallegur staður.
Afhending við kaupsamning


Húsið er skráð samkv. Þjóðskrá 109,9 fm byggt árið 2005. Húsið stendur á 11.000 fm eignarlóð og þaðan er stutt upp á hálendið og margar þekktar íslenskar náttúruperlur eru í næsta nágrenni.
Nánari lýsing: Á neðri hæð hússins er anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi, hol, rúmgóð stofa, borðstofa og eldhús í einu rými þar sem útgengt er út á sólpall. Uppi er þriðja svefnherbergið, sjónvarpshol og þar er útgengt út á svalir þar sem virkilega fallegt útsýni er. Húsið er fallega innréttað og hefur á undanförnum árum talsvert verið endurnýjað.  Meðfram annarri hlið hússins hefur verið útbúin sólstofa með því að framlengja þakskekki og loka svo af með gluggum.  Inntakskompa/geymsla er sambyggð húsinu og þar er lúga niður í skriðkjallara undir húsið.

Lóðin er falleg, gróin  og með góðum bílastæðum. Skjólsæl hellulögð verönd er fyrir neðan sólpall og geymsluskúr er á lóð. Kalt vatn og rafmagn. Fallegt útsýni.

Sjón er sögu ríkari!  Hægt er að skoða húsið um helgar og á kvöldin ef það hentar.

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@fasteignasalan.is

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"    
   
                                                        
                                                        
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.