512 3400
Vesturbrún,845 Flúðir
Tilboð
Einbýli
7 herb.
262 m2
Tilboð

Tegund: Einbýli

Stærð: 262 fm

Herbergi: 7

Stofur: 2

Svefnherbergi: 5

Baðherbergi:11

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2008

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 102.800.000

Fasteignamat: 51.850.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og Fasteignasalan Bær kynna í einkasölu vandað og íburðamikið funkis einbýlishús við Vesturbrún 3 á Flúðum. Húsið er á einni hæð með gestahúsi.  Húsið er 262,3 fm að stærð, byggt árið 2008, steypt og allt umhverfi, lóð og girðing virkilega snyrtilegt.  Húsið gæti hentað vel til útleigu ferðamanna eða fyrir stóra fjölskyldu.   Húsið stendur miðsvæðis á Flúðum og því stutt í sund, á golfvöllinn og í alla þjónustu.
Eignin skiptist í tvær byggingar en stórt bíslag með gluggum tengir þær saman sem myndar stórt og skjólgott port. Einbýlishúsið skiptist í svefnherbergi með baðherbergi innaf, sjónvarpsherbergi, annað baðherbergi og þvottahús með útgengi út á verönd, forstofu, eldhús, stofu og borðstofu í opnu rýmu og sólstofu.  Vandaðar innréttingar og gólfefni, gegnheilt parket og flísar á gólfum. Stórir gluggar og mjög mikil lofthæð. Í hinni byggingunni eru fjögur glæsileg herbergi öll með baðherbergjum. Sérinngangur að utan er í öll herbergin. Eitt af þessum fjórum svefnherbergjum er teiknað sem bílskúr.

Forstofa með fataskápum sem ná til lofts. Rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi og innaf því er baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu og baðkari.  Sjónvarpsherbergi með parketi á gólfi. Annað baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með innréttinu og sturtu. Innaf baðherbergi er opið inn í rými þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara.  Stórt opið rými sem skiptist í eldhús, stofu og borðstofu með parketi og flísum á gólfi. Í eldhúsi er stór og vönduð innrétting með mjög miklu skápaplássi og eyju, granít borðplötur. Í innréttingu er spanhelluborð, vifta og tveir blástursofnar.  Stór ísskápur, uppþvottavél og vínkælir.  Úr stofu er gengið inn í sólstofu með flísum á gólfi. Úr sólstofu er gengið út í garð. Garðurinn er glæsilegur. Upphitað munstursteypt bílaplan og verönd allan hringinn með heitum potti. Fullkomið stýrikerfi er fyrir pottinn.  Steypt girðing með glerveggjum og ryðfríum festingum umlykur lóðina og í girðingunni innanverðri er næturlýsing.  Þar sem ekki er munstursteypt stétt eru grjótbeð sem steypt er undir og niðurföll.

Glæsilegt hús.  Húsið er afhent við kaupsamning.
Bókið skoðun

Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson  viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891 og 512-3400, hafsteinn@fasteignasalan.is                    
                                                        
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.