Þriggja herbergja íbúð á Reykhólum - í húsi sem byggt var sem einbýli, en hefur verið skipt í tvær íbúðir. Til greina kemur að selja íbúðirnar saman eða í sitt hvoru lagi. Húsið er skráð eitt fasteignanúmer, en seljandi mun sjá til að íbúðirnar fái hvor sitt fastanúmer við sölu, seljist þær í sitt hvoru lagi.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Því er skorað á áhugasama kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari skoðun.
Upplýsingar veitir Ómar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, sími 696-3559 eða omar@fasteignasalan.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna: Stimpilgjöld af kaupsamningi; 0,8% af heildarfasteignamati, eða 0,4% við fyrstu kaup (einstaklingar). Lögaðilar greiða 1,6%. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl., kr. 2.500,- af hverju skjali. Lántökugjald lánastofnunnar - nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnanna. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.520,- m/vsk.