Ný íbúð í sérbýli til sölu á Reykhólum: Þriggja herbergja, 76,6fm enda-raðhús á einni hæð. Húsið er timbur-einingahús og íbúðin er með 2 svefnherbergjum. Íbúðin er í þriggja íbúða raðhúsi við Hólatröð 5-9.
Hægt er að skoða 3ja herbergja íbúð á Strandvegi, Vík í Mýrdal, að innan í þrívídd með því að smella á þennan texta. Þannig er hægt að gera sér betur grein fyrir frágangi innanhúss.Íbúðin er afhent fullfrágengin að innan sem utan:Eldhús: Vönduð ARENS eldhúsinnrétting með innbyggðum BOSCH raftækjum; ísskáp/frysti, uppþvottavél, helluborði og ofni. Ljúflokur á skáphurðum. Plastlagðar borðplötur.
Baðherbergi: Veggir og gólf eru flísalögð. Vegghengt WC og sturtuskilveggur (niðurföll í gólfi). Innrétting og vaskur/blöndunartæki. Tengi fyrir þvottavél á baði og í geymslu/inntaksrými.
Gólfefni: Eikar-viðarparket er á gangi og herbergjum, stofu og eldhúsi. Anddyri, baðherbergi og geymsla/tæknirými eru flísalögð.
Innbyggður
fataskápur er í anddyri. Fataskápar eru einnig í svefnherbergjum.
Upphitun er með gólfhita
Húsin eru vel einangruð og hljóðvist í þeim mjög góð (t.d. milli íbúða).
Frágangur að utan:Verönd (timbur) er fyrir utan stofu (uþb. 10fm að stærð).
Bílastæði verða hellulögð, og lóðin tyrfð að öðru leyti.
Húsið er mjög viðhaldslétt; með einhalla þaki með tvöföldum asfaltdúk og PVC gluggum.
Timburklæðning er þannig meðhöndluð að hana þarf ekki að mála (iron vitrol, gagnvarið greni).
Vakin er athygli á því að ekkert hefðbundið gifs eða spónaplötur er í veggjum hússins. Í útveggjum og innveggjum eru pressaðar FERMACELL trefjaplötur sem er harðara og þyngra efni en gifs. Hægt er að hengja flestar innréttingar, hillur, myndir og þess háttar í þessar plötur án sérstakra festinga (þolir 30kg pr. skrúfu).
Í votrýmum eru notaðar AQUAPANEL plötur sem er sementsblandaðar plötur sem þola raka mun betur en hefðbundið rakavarið gifs. Í loft eru notaðar loftaplötur og rakavarið gifs í loft votrýma.
Hvert rými í húsunum er með loftunaropi og háfur í eldhúsi er tengdur loftræstingu út úr húsinu.
Íbúðirnar við Hólatröð eru vandaðar íbúðir og uppfylla íslenska byggingarreglugerð að öllu leyti.
Nánari upplýsingar veitir Ómar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í síma 696-3559 eða omar@fasteignasalan.is.---
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna: Stimpilgjöld af kaupsamningi; 0,8% af heildarfasteignamati (einstaklingar), eða 0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup. Lögaðilar greiða 1,6%. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl., kr. 2.500,- af hverju skjali. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 59.520,- m/vsk.