512 3400
Hafnarlóð nöf,565 Hofsós
29.000.000 Kr
Atvinnuhús
4 herb.
153 m2
29.000.000

Tegund: Atvinnuhúsnæði

Stærð: 153 fm

Herbergi: 4

Stofur: 2

Svefnherbergi: 2

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2004

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 50.750.000

Fasteignamat: 11.450.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Fasteignasalan Bær kynnir í einkasölu. Reisulegt nýlegt hús á gullfallegum útsýnisstað á Hofsósi.
Skráð byggingarár hússins er 2004 en það var að mestu klárað á árunum 2008-2010. Húsið er byggt í gamaldags stíl og er skráð sem ferðaþjónustuhús.


Þarna er um vandaða eign að ræða á stað sem á sér fáa sína líka. Rétt hjá Vesturfarasetrinu.

Húsið stendur á steyptum kjallara. Hæð og ris er timbur með bárujárnsklæðningu. Bárujárn á þaki. Góður sólpallur með fallegu handriði er sunnan við húsið.

Innra skipulag.
Aðalhæð: Forstofa með korkflísum, forstofusalerni með sturtu, flísar á gólfi. Eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými. Brjóstpanell á veggjum. Falleg hvít eldhúsinnrétting með eyju og vönduðum tækjum. Parket á gólfum. Tvöföld hurð út á sólpall. Eitt svefnherbergi er á aðalhæð. Stigi úr forstofu upp á efri hæð.
Efri hæð: Rúmgott opið miðrými, skráð sem fundarherbergi, eitt svefnherbergi. Parket á gólfum. Flísalagt salerni. 
Kjallari: Þvottahús, opið miðrými, korkflísar á gólfi. Geymsla, flísar á gólfi. Ekki er full lofthæð í kjallara og er hann skráður sem lagnakjallari.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða snorri@fasteignasalan.is


 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.