512 3400
Suðurvíkurvegur,870 Vík
46.900.000 Kr
Einbýli
5 herb.
210 m2
46.900.000

Tegund: Einbýli

Stærð: 210 fm

Herbergi: 5

Stofur: 2

Svefnherbergi: 5

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1980

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 57.750.000

Fasteignamat: 35.250.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali ásamt fasteignasölunni Bæ kynna í einkasölu. Gott einbýlishús með aukaíbúð í grónu hverfi með virkilega fallegu útsýni við Suðurvíkurveg 8, Vík. Húsið er byggt árið 1980,  samtals 210,4 fm en bílskúr er 67,8 fm þar af, og í honum hefur verið innréttuð snyrtileg íbúð sem er í útleigu. 

Í aðalíbúð er gengið  inn í flísalagða forstofu með fataskáp og inn af henni er lítið gestasalerni.  Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi, arinn og svalahurð út í garð en munstraður veggur skilur eldhúsið frá en það er með eldri innréttingu sem hefur verið endurnýjuð að hluta.  Inn af eldhúsi er flísalagt þvottahús.  Nokkrar tröppur eru á efri pall íbúðar sem er yfir bílskúr og þar eru fjögur svefnherbergi, baðherbergi sem hefur verið endurnýjað að hluta og rúmgott sjónvarpshol.   Svalir útfrá hjónaherbergi.
Í bílskúr hefur verið innréttuð þriggja herbergja íbúð og er sérinngangur í hana.  Þar er einnig rúmgóð geymsla sem tilheyrir aðalíbúðinni.
Húsið er klætt með standandi timburklæðningu og járn er á þaki.  Garður er gróinn og m.a. er grjóthleðsla sem liggur meðfram götunni.

Snyrtileg eign sem stendur á fallegum stað í góðum bæ.

Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson  viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891 og 512-3400, hafsteinn@fasteignasalan.is  

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       

                                                        
                                                        
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, sbr verðskrá, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.