512 3400
Stekkjarsel,109 Reykjavík
83.900.000 Kr
Einbýli
6 herb.
244 m2
83.900.000

Tegund: Einbýli

Stærð: 244 fm

Herbergi: 6

Stofur: 2

Svefnherbergi: 4

Baðherbergi:3

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1980

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 68.800.000

Fasteignamat: 81.000.000

Áhvílandi: 0

Lýsing


Fasteignasalan Bær og Haraldur Guðjónsson lögg. fasteignasali kynna: Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum að Stekkjarseli 2, 109 Reykjavík
Húsið er samkv. FMR 224,2 fm.  Þar af er bílskúrinn um 28 fm. Íbúðin er því 215,4 fm


***AUKAÍBÚÐ - LEIGUMÖGULEIKAR!***

Loftræstikerfi er á neðri hæð
Nánari lýsing neðri hæð: 
Komið er inn í forstofu með fallegum steinflísum á gólfi.
Innaf forstofu er hol með steinflísum á gólfi.
Sérgeymsla og þar er innangengt í bílskúr.
Svefnherbergi sem er með sérinngang  og steinflísum á gólfi. Fataskápur í holi.
Baðherbergi með nettri innréttingu. Flíslagt í hólf og gólf. Flísalögð sturta

Aukaíbúð, um 30 fm með sameiginlegum inngang og aðalíbúðin:
Forstofa með steinflísum á gólfi.
Baðherbergi með sturtuklefa, flísar á gólfi. 
Stofa og eldhús eru í opnu rými, parket á gólfi
Svefnherbergi með parketi á gólfi. Fataskápur.

Nánari lýsing efri hæð: 
Upp á efri hæð liggur fallegur stigi með steinflísum
Hol með steinflísum á gólfi
Eldhúsið er með gegnheilli viðarinnréttingu frá Innex með granít borðplötum. Spanhelluborð og háfur, flísar á gólfi. Rúmgóður borðkrókur við glugga.
Rúmgóð stofa og borðstofa með parket á gólfi. Útgengt út á verönd og garð
Baðherbergið sem er mjög rúmgott er flísalagt í hólf og gólf. Samskonar innrétting og er í eldhúsi þ.e. gegnheil viðarinnrétting og granít borðplata. Sturtuklefi ásamt fallegu nuddbaðkari
Svefnherbergi með stórum skáp, gluggar eru í tvær áttir, parket á gólfi. 
Svefnherbergi með skáp og parket á gólfi.
Þvotthús hefur nýlega verið standsett og er rúmgott með góðri vinnuaðstöðu.Flísalagt gólf

Bílskúr er 28,8 fm að stærð með gluggum í tvær áttir og sér inngöngudyr, heitt og kalt vatn auk þess 3 fasa rafmagn.

Stór ræktaður garður er umhverfis húsið.

Eftirfarandi er samkvæmt upplýsingum frá seljendum:  Þakið málið 2017. Þá var þakkantur lagaður og málaður.

Þetta er falleg eign sem bíður upp á ýmsa möguleika.. Fasteignamat fyrir 2019 er 81.000.000

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðjónsson löggiltur fasteignasali í s. 783 1494 eða á halli@fasteignasalan.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt (en þó breytilegt) 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.