512 3400
Austurvegur,800 Selfoss
Tilboð
Atvinnuhús
0 herb.
113 m2
Tilboð

Tegund: Atvinnuhúsnæði

Stærð: 113 fm

Herbergi: 0

Stofur: 0

Svefnherbergi: 0

Baðherbergi:0

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2008

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 0

Fasteignamat: 1.060.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Fasteignasalan Bær kynnir í sölu fasteignir, lóðir og fyrirtæki í góðum rekstri, miðsvæðis við aðalgötu bæjarins á Selfossi. 
Um er að ræða fasteignirnar:
-  Austurveg 35 
-  Austurveg 33
-  Grænuvellir 8A lóð sem gerir ráð fyrir allt að 30 bílastæðum fyrir Austurveg 33-35 samkvæmt deiliskipulagstillögu Árborgar dags 20.02.2018 (ósamþykkt)


Austurvegur 35 er þrjár hæðir og undir öllu húsinu er að stærstum hluta bílakjallari en líka þvottahús og starfsmannaaðstaða.  
Jarðhæðin stendur nálægt götu, á allri hliðinni  eru stórir verslunargluggar og hellulögð b             ílastæði fyrir framan.  Stærstur hluti jarðhæðar er leigður annarsvegar undir Hárgreiðslustofuna Österby og hinsvegar tískuvöruverslunina OZON.  Einnig er þar móttaka/matsalur og lobby fyrir Bella Hótel. 
Á annari hæð eru 15 virkilega falleg, rúmgóð og vel innréttuð hótelherbergi, öll með sér baðherbergi.  Spjaldlyklakerfi er að herbergjum og tvö þeirra eru hugsuð með aðgengi fatlaðra í huga.
Á þriðju hæð eru fjórar innréttaðar íbúðir, sem eru í dag reknar sem hluti af Bella Hotel og eru því full innréttaðar með rúmum, húsgögnum, þvottavél/þurkara, sjónvörpum og fl.   Virkilega fallegar íbúðir, vandaðar innréttingar og gólfefni.  Hver íbúð er u.b.b. 100 fm, tvö svefnherbergi, stofa- borðstofa og eldhús í opnu rými, forstofa og þvottahús.  Úr stofu er útgengt út á rúmgóðar svalir sem snúa til suðurs.
Penthouse íbúð er á fjórðu hæð hússins þar sem gríðarlega fallegt útsýni er til allra átta og stórar svalir.  Þessi íbúð er einnig full innréttuð eins og íbúðir á þriðju hæð hússins.
Teikningar hússins gera ráð fyrir sambærilegu byggingamagni og því sem lýst er hér að ofan á lóð nr 33.  Lyftuhús og stigagangur sem nú þjónar þeim hluta hússins sem er til staðar mun einnig þjóna þeim hluta sem ekki hefur verið byggður.  Stigagangur og lyftuhús er virkilega tignarlegur, gluggi sem nær frá jörðu og upp í þak og á annari hæð og þeirri þriðju eru svalir þar sem sést niður.  

Austurvegur 33.  Tveggja hæða timburhús með fjórum íbúðum sem allar eru í leigu.  Hver íbúð er 69,6 fm  að stærð.  Húsið á sér langa sögu á Selfossi og er oft kallað Sænskahúsið

Grænuvellir 8A lóð sem gerir ráð fyrir allt að 30 bílastæðum fyrir Austurveg 33-35 samkvæmt deiliskipulagstillögu Árborgar dags 20.02.2018 (ósamþykkt) Skráð sem byggingalóð í dag.

Reksturinn Bellahotel ehf.   Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2018 skilaði félagið góðri afkomu en eins og talað er um í lýsingu eru fimmtán herbergi á annari hæð hússins sem og íbúðirnar fimm leigðar til ferðmanna. Aðrar einingar eru í fastri útleigu.

Frábært viðskiptatækifæri á Selfossi, þar sem til sölu eru verðmætar eignir í fastri leigu, rekstri og ónýttir möguleikar í byggingu ofl.

Nánari upplýsingar veita Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða snorri@fasteignasalan.is og Hafsteinn Þorvaldssson, löggiltur fasteignasali s 891-8891 eða hafsteinn@fasteignasalan.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - almennt 0,8 % af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð
 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.