512 3400
Espigerði,108 Reykjavík (Austurbær)
48.500.000 Kr
Fjölbýli
4 herb.
115 m2
48.500.000

Tegund: Fjölbýli

Stærð: 115 fm

Herbergi: 4

Stofur: 2

Svefnherbergi: 2

Baðherbergi:1

Inngangur: Sameig.

Byggingaár: 1974

Lyfta:

Brunabótamat: 34.480.000

Fasteignamat: 43.300.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Fasteignasalan Bær kynnir í einkasölu. Espigerði 4. Góð fjögurra herbergja endaíbúð á annari hæð með tvennum svölum, alls 115,3 fm auk stæðis í bílastæðahúsi. Mjög gott fjölbýlishús sem hefur fengið gott viðhald. Vinsæl staðsetning.

Til afhendingar við kaupsamning.


Nánari lýsing íbúðar: Opin forstofa með fataskáp. Rúmgóð stofa og borðstofa. Hurð út á svalir. Eldhús og borðkrókur. Upprunaleg innrétting, vel umgengin. Endurnýjuð borðplata og nýleg eldavél. Á gólfum er fljótandi eikarparket. Rúmgott hjónaherbergi með fataskáp, dúkur á gólfi. Herbergi með plastparketi. Hurð út á svalir. Fataherbergi. Stórt opið parketlagt herbergi sem er nýtt sem sjónvarpsstofa í dag. Hægt að loka og gera aftur að svefnherbergi ef vill. Flísalagt baðherbergi með sturtu, endurnýjað upphengt salerni og handklæðaofn, innrétting. Þvottahús með innréttingu. Svalir íbúðarinnar eru nýlega yfirfarnar. Á hæðinni er sameiginlegt þvottahús. Sérgeymsla fylgir íbúðinni. Hjóla- og vagnageymsla í sameign og fundarherbergi fyrir húsfélagið. Bílastæði í snyrtilegu bílastæðahúsi fylgir íbúðinni. Ljósleiðari er kominn í húsið.

Samkvæmt upplýsingum frá húsfélaginu hefur húsinu verið mjög vel viðhaldið seinustu ár og eftirfarandi er yfirlit þess sem gert hefur verið seinustu 5-6 ár.
Þakið háþrýstiþvegið og grunnað, málaðar tvær umferðir og skrúfaðar niður lausar þakplötur.
Húsið allt háþrýstiþvegið og hreinsuð af öll laus múrhúð og það síðan tvímálað.
Skipt um allt rautt plast í svala handriðum.
Málaðir allir gluggakarmar og skipt um mikið af gleri í íbúðum og í allri sameign á neðstu hæðinni og í vaskahúsi á annari hæð.
Öll sameign hússins er nýmáluð ,allir geymslugangar, hjóla og ruslageymslur málaðar.
Öll ljós í sameign hefur verið skipt út og sett led í staðinn.
Skipt hefur verið um öll teppi í sameign.
Skipt var um lyftu fyrir nokkrum árum.
Skipt var um dyrasíma og settir skjásímar í staðinn.
Sett öryggismyndavél við inngang.
Skipt var um allar hurðir inní íbúðir og settar hurðir samkvæmt öryggisstuðli, E 30 hurðir fyrir íbúðir og E 60 hurðir fyrir sameign þ.e vaskahús og geymsluganga.
Nýtt blásarakerfi fyrir sameign.
Laga alla lóðina í kríngum húsið og skipta um útiljós við húsið.
Settur var hiti í rampinn að rusla og hjólageymslu.
Bílastæðið fyrir húsið er verið að laga, laga malbik og mála bílastæðin.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða snorri@fasteignasalan.is

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.