512 3400
Ártún,800 Selfoss
44.900.000 Kr
Einbýli
6 herb.
234 m2
44.900.000

Tegund: Einbýli

Stærð: 234 fm

Herbergi: 6

Stofur: 2

Svefnherbergi: 4

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1946

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 47.910.000

Fasteignamat: 30.150.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Komið er samþykkt kauptilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun sem nú stendur yfir.

Fasteignasalan Bær kynnir í einkasölu. Einbýlishús með aukaíbúð í kjallara, samtals 193,8 fm og sérstæðum bílskúr, 40,5 fm á stórri eignarlóð. Alls 234,3 fm


Húsið er sænskt timburhús byggt 1946 á steyptum kjallara. Klætt að utan með lituðu bárujárni sem hefur verið endurnýjað.  Lóðin er gróin og snyrtileg, 1197 fm eignarlóð. Lítill geymsluskúr á lóð. Malbikað bílaplan.
Nánari lýsing: Aðalíbúð er skráð rúmlega 100 fm: Hæð og ris. Lokað bíslag, ný uppgert. Þaðan er gengið inn í forstofu. Þar inn af er hol. Stór björt stofa og borðstofa. Ný gólfefni. Nýtt gips á veggjum og nýmálað og ný loftaklæðning. Endurnýjaðir ofnar í stofu og herbergi og rafmagn endurnýjað í stofu. Eldhús með eldri eikarinnréttingu. Tvö stór svefnherbergi eru á hæðinni. Annað er með nýju parketi og hitt með dúk. Innbyggðir fataskápar. Baðherbergi er flísalagt og með sturtu og innréttingu. Allt nýtt. Stigi upp í ris. Það er í dag einn salur. Spónaparket á gólfi og panell í lofti. Gluggar á báðum göflum og þakgluggi. Í risi eru aðeins skráðir 3,6 fm en gólfflötur er mikið meiri, líklega um 40 fm. Fjölbreyttir notkunarmöguleikar. M.a. mætti koma þar fyrir tveimur herbergjum. Af aðalhæð er stigi niður í kjallara þar sem er sér þvottahús.

Íbúð í kjallara er tæplega 90 fm: Sérinngangur. Forstofa, endurnýjað baðherbergi með baðkari. Eitt rúmgott svefnherbergi. Ágæt stofa. Eldhús með gamalli innréttingu. Rúmgott þvottahús. Á gólfum eru dúkur, plastparket og flísar. 

Bílskúr er steyptur og er snyrtilegur, 40,5 fm.

Í heildina er um snyrtilega og áhugaverð eign að ræða með aukaíbúð sem getur gefið góðar aukatekjur. 

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða snorri@fasteignasalan.is
Bókið skoðun.                                      

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.