512 3400
Fagrahorn,800 Selfoss
52.900.000 Kr
Einbýli
6 herb.
187 m2
52.900.000

Tegund: Einbýli

Stærð: 187 fm

Herbergi: 6

Stofur: 1

Svefnherbergi: 5

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 2008

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 57.850.000

Fasteignamat: 33.100.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, ásamt Fasteignasölunni Bæ kynna í einkasölu Fagrahorn 801 Selfoss.  Snyrtilegt 187,8 fm einbýlishús staðsett í 5 mínútna aksturfjarlægð frá Selfossi.  Húsið stendur á 12.935 fm eignalandi sem er gróið og mikið búið að planta af trjám.  Áhugaverð eign sem býður upp á marga spennandi möguleika í búsetu. 

"Information about this property available in english"  Skipti á eign á Selfossi eru skoðuð.
 
Húsið er timburhús, byggt árið 2008, klætt að utan með bárujárni og járn er á þaki.  Fimm svefnherbergi, öll með fataskápum.  Forstofan er flísalögð og við inngang er lítið bíslag.   Þvottahús með innréttingu og úr því er hurð út í garð.  Baðherbergi er flísalagt, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt wc, innrétting og handklæðaofn.  Einnig er lítið gestasalerni.  Eldhúsið er rúmgott með snyrtilegri innréttingu með góðu skápaplássi, eyju og borðkrók.  Stofa og borðstofa í björtu rými þar sem útgengt er út á sólpall með skjólvegg. Inn af forstofu en sjónvarpshol.
Á lóð við húsið er grasflöt, snyrtilegur garður, hænsnakofi og talsvert hefur verið plantað af trjám.
Samkvæmt deiliskipulagi er hægt að byggja hesthús eða skemmu á landinu.

Spennandi og góð eign í góðri sveit nálægt þéttbýli.

Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson  viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891 og 512-3400, hafsteinn@fasteignasalan.is  

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       

                                                        
                                                        
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.