512 3400
Fitjahlíð 28 - vatnalóð,311 Borgarnes
12.900.000 Kr
Sumarhús
3 herb.
32 m2
12.900.000

Tegund: Sumarhús

Stærð: 32 fm

Herbergi: 3

Stofur: 1

Svefnherbergi: 2

Baðherbergi:1

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1973

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 9.100.000

Fasteignamat: 10.700.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Til sölu á einni bestu vatnalóðinni í Fitjahlíð við Skorradalsvatn: Sjarmerandi sumarhús, innarlega í Fitjahlíð, á rúmlega 2500 fermetra vatnalóð (leigulóð). Gott pláss er í kringum húsin. Mikil trjágróður sem skapar gott skjól og næði.

Á lóðinni eru tvö hús; annað byggt 1973 og hitt byggt 1996. Bæði eru timburhús sem standa á staurum. Húsin eru tengd með timburpalli. Undir húsunum er gott geymslupláss.
Samtals eru húsin skráð 32,4fm. Fasteignamat 2018 er 10,7mkr. Lóðaleiga 2017 var kr. 79.170,-
Gengið er niður uþb. 30mtr. langar tröppur að húsunum sem standa á fallegum stað, uþb. 20 mtr. frá vatninu.

Búið er að vinna tillögur að stækkun með samtengingu húsanna sem býður uppá skemmtilega möguleika fyrir framtakssama.

Eldra húsið er með eldhúsi, borðstofu/stofu og svefnrými.
Nýrra húsið er með góðri svefnaðstöðu og baðherbergi með sturtu (hitakútur).

Skemmtibátur með 90ha Mercury mótor getur fylgt í kaupunum samkvæmt nánara samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Ómar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölunni BÆR í síma 696-3559 eða omar@fasteignasalan.is

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna: Stimpilgjöld af kaupsamningi; 0,8% af heildarfasteignamati (einstaklingar). Lögaðilar greiða 1,6%. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl., kr. 2.000,- af hverju skjali. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.