512 3400
Kompany fyrirtækjaráðgjöf

Kompany fyrirtækjaráðgjöf veitir smáum og meðalstórum fyrirtækjum margvíslega þjónustu:

* Fjárhagslega endurskipulagningu.
* Rekstrarráðgjöf.
* Rekstrargreining.
* Verðmat fyrirtækja og eininga innan fyrirtækja.
* Tímabundin ráðgjafi til leigu til undirbúnings sölu, yfirtöku eða sameiningu:

    * Fjármálastjórn.
    * Kostnaðargreining
    * Úttekt á birgðaskráningu og myndun framlegðar
    * Rekstrarstjórn
    * Bókhaldsráðgjöf.
    

Aðlögun fyrirtækis fyrir sölu


Flest lítil og meðalstór fyrirtæki eru rekin árum saman með það að markmiði að greiða sem lægsta skatta.  Þetta hefur í för með sér að fjárhagslegar upplýsingar sem koma fram á ársreikningum gefa ekki rétta mynd af styrk rekstrar til myndunar sjóðstreymis.

Sumt er hægt að laga með því að gera leiðréttingu á Ebitda og eigin fé, en önnur atriði geta tekið lengri tíma að koma fram í verðmati, allt frá mánuðum upp í 1-3 rekstrarár.

Unnið er með stjórnendum í að rækta fyrirtækið upp fyrir sölu.  Í byrjun er gerð rekstargreining á fyrirtækinu og fundnir þættir í rekstri, fjármálum og/eða bókhaldi sem hafa áhrif á verðmyndun við sölu.  Í framhaldi er unnið að því að bæta þá þætti sem hafa áhrif til hækkunar  og taka út eða lagfæra þá þætti sem hafa áhrif til lækkunar

Frekari upplýsingar veitir Óskar í síma 659-2555.  Netfang: oskar@kompanyradgjof.is