512 3400
Kompany fyrirtækjaráðgjöf

Fasteignasalan Bær og Kompany fyrirtækjaráðgöf

Kompany fyrirtækjaráðgjöf er í samstarfi við Fasteignasöluna Bæ varðandi fyrirtækjasölu. Samstarf fyrirtækjanna er með þeim hætti að Kompany fyrirtækjaráðgjöf sér um verðmat, fyrirtækjaráðgjöf, viðhald forgangslista samskipti við áhugasama kaupendur og seljendur, og undirbúning fram að skjalagerð og samningi en Rúnar S. Gíslason hdl og löggiltur fasteignasali sér um samningsgerðina hverju sinni.

Styrkur hvors fyrirtækis skilar sér sameiginlega fyrir viðskiptavini.

Styrkurinn í samstarfi fyrirtækjanna liggur í því að viðskiptavinurinn hefur á sama tíma sér til ráðstöfunar sérfræðinga í fyrirtækjaráðgjöf og sérfræðinga í fasteignasölu og sölu og/eða leigu atvinnuhúsnæðis.

Faglegt verðmat rekstrarvirðis og faglegt verðmat eignavirðis tryggir hæsta mögulega verðmæti.

Verðmæti fyrirtækja liggur annars vegar í rekstrarvirði og þann hluta verðmatsins sér Kompany fyrirtækjaráðgjöf og hins vegar í eignavirði og þann hluta verðmatsins sér Fasteignasalan Bær. Þetta er mjög mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar þar sem þetta samstarf beinist að því að fá hæsta verð sem áhugasamur og vel upplýstur kaupandi/fjárfestir er viljugur að greiða fyrir. Verðmat fyrirtækjanna byggist á fair market value. Í grunning byggist verðmatið á skuldlausu aðlöguðu rekstrarvirði annars vegar og endurmetnu eignavirði hins vegar. Kaupandi getur við skoðun á verðmati ákveðið hvort hann vill kaupa fyrirtæki allt frá því að kaupa reksur skuldlaust, kaupa rekstrarvirði með völdum eignum og skuldum, eða kaupa fyrirtækið í heild.

Sameiginleg skrifstofuaðstaða

Kompany fyrirtækjaráðgjöf er með skrifstofuaðstöðu hjá Fasteignasölunni Bæ og koma fyrirtækin fram sem eitt gagnvart viðskiptavinum. Algjör trúnaður ríkir á milli félaganna og algjör trúnaður ríkir á milli fyrirtækjanna og viðskiptavina.

Þegar við í sameiningu tökum fyrirtæki í sölu kappkostum við að veita persónulega úrvalsþjónustu sem skilar árangri. Fagmennska, heiðarleiki og vandvirkni er lykilatriði við söluferli fyrirtækja frá upphafi til enda. Hjá okkur er góð reynsla og þekking á fyrirtækjamarkaðnum sem er mikilvægt þegar kemur að sölu fyrirtækja.